Deilitölur fyrir tímakaup

Til að finna út tímakaup í dagvinnu eru notaðar svokallaðar deilitölur sem segja til um fjölda vinnutíma miðað við 100% starf með neysluhléum.

Deilitölur - afgreiðsla

Miðað við 100% starf með neysluhléum:

Á mánuði: 167,94 167:56:00
Á viku: 38,75 38:45:00
Á dag: 7,75 7:45

 

Dæmi: Dagvinnulaun á mánuði  341.497 kr. deilt með 167,94 = 2.033,44 kr. á tíman

Dæmi 2: 2163,06 kr. á tímann x 167,94  = 363,264 kr. í mánaðarlaun.

Engir kaffitímar teknir
Dagvinnutímakaup hvers starfsmanns skal fundið með því, að deila tölunni 155,3 í föst mánaðarlaun viðkomandi launaflokks, skv. gr. 1.1. í kjarasamningi.

Deilitölur - skrifstofa og sölumenn

Miðað við 100% starf með neysluhléum:

Á mánuði: 159,27 159:17:00
Á viku: 36,75 36:45:00
Á dag: 7,35 7:21

 

Dæmi 1: Dagvinnulaun á mánuði  341.497 kr. deilt með 159,27 = 2.144.14 kr. á tíman

Dæmi 2: 2138,36 kr. á tímann x 159,27  = 340.576 kr. í mánaðarlaun.

Engir kaffitímar teknir
Dagvinnutímakaup hvers starfsmanns skal fundið með því, að deila tölunni 153,86 í föst mánaðarlaun viðkomandi launaflokks, skv. gr. 1.1. í kjarasamningi.

Deilitölur vegna dagkaups og orlofs 

Dagkaup hvers starfsmanns skal fundið með því að deila tölunni 21,67 í föst mánaðarlaun (laugardagar ekki meðtaldir).