Staða orlofspunkta forgangsraðar umsóknum við sumarúthlutun.
Félagsmenn sem eru með laun jöfn eða hærri en byrjunarlaun afgreiðslufólks ávinna sér tvo orlofspunkta á mánuði, félagsmenn sem eru þar undir ávinna sér einn orlofspunkt.
Yfir vetrartímann við leigu á orlofsíbúð eða orlofshúsi notast færri punktar við hverja leigu heldur en að sumri til. Fjöldi punkta sem notast við hverja leigu miðast við tegund húss, árstíma og lengd leigutímabils.
Dæmi: Ef fleiri en einn félagsmaður sækir um sömu vikuna, fær sá félagsmaður úthlutað sem er með flesta punkta.
Þeir félagsmenn sem eru með mínus punkta geta þó fengið úthlutað ef enginn annar sækir um sama tímabil/orlofshús.