Félagsmönnum stendur til boða að sækja um orlofsstyrk (Vika að eigin vali) allt að kr 27.000.- sem þeir geta nýtt vegna gisti og/eða ferðakostnaðar á árinu. Athugið að ekki er hægt að nýta styrkinn fyrir greiðslu á leigu orlofshúss á vegum félagsins, niðurgreiddum gistimiðum eða fluginneign. Sótt er um orlofstyrkinn á félagavefnum. Umsóknartímabil er frá janúar til mars ár hvert og er styrknum svo úthlutað líkt og orlofshúsunum, eftir punktastöðu félagsmanns.
Umsækjandi fær tölvupóst eftir að úthlutun líkur ef hann hefur fengið styrk úthlutuðum, skila þarf þá inn kvittunum fyrir ferð eða gistingu þar sem fram kemur nafn félagsmanns, upplýsingar um hvað er verið að greiða fyrir og upphæð.
Síðast skiladagur kvittana er 27. desember 2024 annars fellur styrkurinn niður. Teknir eru 24 orlofspunktar af félagsmanni við nýtingu styrks.