Upplýsingar um styrki úr Starfsmenntasjóð

Upplýsingar um styrki úr Starfsmenntasjóð

Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um það nám sem er styrkbært í gegnum Starfsmenntasjóðinn, upphæð starfsmenntastyrks, svokallaðann uppsafnaðann styrk, tómstunda- og ferðastyrk.

Styrkbært nám

Eftirfarandi nám er styrkbært í gegnum starfsmenntasjóð:

  • Framhaldsskólanám
  • Háskólanám
  • Íslenska fyrir útlendinga
  • Starfstengd sjálfsstyrking og/eða markþjálfun
  • Ráðstefnur
  • Starfstengt símenntunarnámskeið
  • Tungumálanám
  • Tölvunámskeið
  • Vottuð námsleið í símenntunarmiðstöð 
  • Annað nám
  • Tómstund
  • Ferðakostnaður v/náms

Upphæð starfsmenntastyrks 


Félagsmaður með laun sem eru jöfn eða hærri en byrjunarlaun afgreiðslufólks á rétt á hámarksstyrk 180.000 kr. á hverju almanaksári, ef laun eru lægri er greitt hlutfall af styrknum. Greitt er allt að 90% af reikningi. Til þess að geta sótt um styrk úr sjóðnum þarf félagsgjald að hafa borist vegna þriggja mánaða af síðustu tólf mánuðum, þar af a.m.k. vegna eins mánaðar af síðustu sex mánuðum. Öll réttindi falla niður ef félagsgjöld hafa ekki borist vegna síðustu 6 mánaða.

Umsókn og gögn

Umsækjandi þarf að fylla út umsókn hvort sem er rafrænt eða á eyðublaði sem nálgast má á skrifstofu félagsins. Með umsókn um styrk skal fylgja greiddur löggildur reikningur í nafni félaga þar sem eftirfarandi atriði skulu tilgreind:

  • Námskeiðslýsing
  • Nafn og kennitala félaga
  • Nafn og kennitala fræðsluaðila
  • Dagsetning greiðslu
  • Ekki er hægt að sækja um styrk ef útgáfudagur reiknings er eldri en 12 mánaða frá dagsetningu umsóknar (36 mánaða ef sótt er um uppsafnaðan styrk) eða gefinn út áður en umsækjandi verður félagi
  • Ekki er hægt að sækja um styrk oftar en einu sinni vegna sama reiknings
  • Skila þarf upplýsingum á íslensku eða ensku með umsókn vegna reikninga sem gefnir eru út á öðrum tungumálum en íslensku eða ensku svo umsókn fái afgreiðslu í sjóðinn
  • Eingöngu er tekið við greiðslukvittunum þar sem sjá má staðfestar færslur/greiðslur frá íslenskum bankareikningi/greiðslukorti til viðkomandi fræðsluaðila. Sjóðurinn tekur ekki gildar greiðslukvittanir fyrir námi/námskeiðum sem greidd eru með peningum.

Ekki styrkhæft


Ekki eru veittir styrkir vegna uppihalds, sölu/vörusýninga, starfsþjálfunar, meðferða, handleiðslu, sálræns stuðnings, ráðgjafar, einkakennslu í öðru en tungumálanámi, sjálfstyrkinganámskeiða erlendis, tómstundanámskeiða erlendis, árgjalda, bóka- eða námsgagna, námskeiða sem hafa þann tilgang að undirbúa einstaklinga undir ákveðna viðburði/keppni.

Uppsafnaður styrkur


Hafi félagsmaður ekki fengið styrk úr sjóðnum (til starfsnáms) sl. 36 mánuði getur uppsafnaður styrkur til starfsnáms orðið að hámarki 540.000 kr. og miðast við 90% styrk fyrir einu samfelldu námi. Aðeins er hægt að sækja um styrkinn í einu lagi. Greiðslur til sjóðsins þurfa að hafa borist að lágmarki í 30 mánuði af síðustu 36 mánuðum fyrir dagsetningu umsóknar og uppfylla auk þess skilyrði 1. mgr. 5. gr. starfsreglna þessara.  Miðað er við byrjunarlaun afgreiðslufólks í 100% starfi á tímabilinu. 

Tómstundastyrkur


Veittur er 50% styrkur af námskeiðsgjaldi að hámarki 40.000 kr. á ári. Upphæðin dregst frá hámarksstyrk. Tómstundastyrkur nær eingöngu til tómstundanámskeiða innanlands. Skilyrði er að námskeiðið hafi skilgreint upphaf, endi og sé með leiðbeinanda. Tómstundastyrkur hefur ekki áhrif á uppsöfnun.

Ferðastyrkur


Veittur er 50% styrkur af ferðakostnaði að hámarki 50.000 kr. á ári sem dregst frá hámarksstyrk. Sæki félagsmaður starfstengt nám, námskeið, starfstengda heimsókn til fyrirtækis eða ráðstefnu utan lögheimilis, getur hann sótt um ferðastyrk fyrir helmingi fargjalds ef vegalengdin milli heimilis og fræðslustofnunar er að lágmarki 50 km.

Til að sækja um í Starfsmenntasjóð er hægt að fylla út rafræna umsókn HÉR