Persónubundin laun og launaviðtal

Við ákvörðun launa milli vinnuveitanda og starfsmanns skulu laun endurspegla vinnu- framlag, hæfni, menntun og færni viðkomandi starfsmanns svo og innihald starfsins og þá ábyrgð sem starfinu fylgir.

Gæta skal ákvæða jafnréttislaga við launaákvarðanir. Séu laun á vinnustöðum þar sem vinnutími ákvarðast af afgreiðslutíma ákveðin sem heildar- laun fyrir heildarvinnuframlag skal koma fram áætlað vinnuframlag að baki heildarkjörum, fjöldi greiddra yfirvinnutíma að meðaltali í mánuði eða önnur samsetning launa eftir því sem við á.

Verði breytingar á vinnuframlagi eða starfi starfsmanns sem mögulega breyta forsendum ráðningarkjara skal endurskoða launin og samsetningu þeirra með tilliti til við komandi breytinga, telji annar hvor aðili vera tilefni til þess. Vinnuveitandi sýnir á sama hátt fram á gildandi samsetningu heildarkjara starfsmanns og að kjör starfsmanns heildstætt metið séu ekki lakari en kjarasamningur kveður á um, óski starfsmaður þess.

Launaviðtal

Starfsmaður á rétt á viðtali við yfirmann einu sinni á ári um störf sín og hugsanlega breytingu á starfskjörum. Óski starfsmaður eftir viðtali skal það veitt innan tveggja mánaða og niðurstaða viðtalsins liggi fyrir innan mánaðar.

Markmiðið með starfsmannaviðtali er að bæði vinnuveitandi og starfsmaður geti tjáð sig um starfið og tengd mál. Til að starfsmannaviðtalið verði sem gagnlegast er æskilegt að aðilar ræði þau málefni sem snúa að starfi starfsmanns. Samningsaðilar hafa sett fram leiðbeiningar um hvað er t.d. eðlilegt að ræða í slíkum viðtölum.

  • Helstu verkefni í starfinu.

  • Starfið sjálft og vinnuálag.

  • Þekking starfsmannsins, fjöldi verkefna, verkefnastjórnun og ánægja í starfi.

  • Starfsumhverfi. Starfsskilyrði og vinnuaðstaða. 

  • Samskipti. Við vinnufélaga, viðskiptavini og stjórnendur. Upplýsingaflæði. Starfsandinn á vinnustaðnum og endurgjöf næsta yfirmanns til starfsmanns. 

  • Starfsþróun og markmið. Núverandi starfssvið, námskeið og markmið til t.d. 12 mánaða.

  • Laun, sé ekki ákveðið að ræða þau sérstaklega, þá síðar innan ársins.

  • Önnur starfskjör.