Ferilskrá

Fyrsta skrefið þegar þú ert að undirbúa starfsviðtal eða ert að leita að vinnu er að útbúa  starfsferilskrá. Það sem þarf að koma fram á henni er m.a. eftirfarandi (teljið fyrst upp það nýjasta):

  • Menntun og námsferill, sérstaklega menntun og námskeið sem skipta máli fyrir starfið sem þú ert að sækja um.

  • Starfsreynsla, hvaða störfum þú hefur gegnt, hvenær og hvar og hverjar starfsskyldur þínar voru. Það nægir að taka saman upplýsingar um skammtímastörf, s.s. sumarstörf á yngri árum, í eina til tvær setningar.

  • Tölvukunnátta.

  • Tungumálakunnátta.

  • Upplýsingar um persónulega hagi.

  • Markmið.

  • Meðmælendur, ef óskað er.