LEIGUSKILMÁLAR


Nánar upplýsingar um hverja eign er að finna í leigusamningi inn á félagavef undir orlofshús/bókunarsaga.

Húsið/íbúðin er leigt/leigð með húsgögnum, borðbúnaði og öðrum lausamunum sem ekki verða taldir upp í samningi þessum.

Leigjandi ber ábyrgð á húsinu/íbúðinni og öllum búnaði þess á meðan á leigu stendur og skuldbindur sig til þess að bæta það tjón sem kann að verða af hans völdum eða þeirra sem þar kunna að dvelja á hans vegum.

Leigjandi skal ganga vel um húsið/íbúðina, búnað þess og umhverfi. Að lokinni dvöl skal leigjandi sjá um að hver hlutur sé á sínum stað.

Vinsamlega látið umsjónarmann vita ef eitthvað brotnar eða bilar.

Athygli er vakin á því að alfarið er bannað að reykja innandyra (á líka við um veip)

Einungis er leyfilegt að hafa gæludýr í Gráhrauni í Húsafelli, þess utan er ekki leyfilegt að hafa gæludýr í orlofshúsum eða -íbúðum FVSA.

Leigjandi skal ræsta húsið/íbúðina við brottför og skila því hreinu til næsta leigjanda.

Leigutaka er óheimilt að framselja leigusamninginn.

Af gefnu tilefni minnir félagið sérstaklega á eftirfarandi:

Þrif eru EKKI innifalin í leigu, hvorki helgar- eða vikuleigu í orlofsbústöðunum.

Í íbúðunum í Mánatúni eru þrif á gólfum og baðherbergjum innifalin en annars þarf að skila íbúð fullfrágenginni og þurrka af borðum, stólum og öðrum húsgögnum, einnig fara út með rusl.

Göngum því um eign okkar með virðingu og skilum henni í því ástandi sem við viljum koma að henni.

Vinsamlegast látið umsjónarmann á staðnum vita strax, ef þið komið að illa þrifnu húsi/íbúð.

FVSA áskilur sér rétt til að innheimta þrifgjald pr. hús/íbúð, vegna vanrækslu við þrif, ásamt allt að 3ja mánaða leigutökubanni.

Sjái leigjandi ekki fram á að geta nýtt sér leigutímabilið þá getur viðkomandi lagt inn samning sinn á skrifstofu FVSA og reynt verður að endurleigja íbúðina. Gangi það eftir fær viðkomandi endurgreitt.

Rétt er að minna á að 20 ára aldurstakmark er á leigu íbúðanna, miðað er við afmælisdaginn.

Leigutaki er samþykkur ofangreindum skilmálum