Kjarasamningur FVSA og SA 2015 - 2018

Launahækkun 2018

Samkvæmt kjarasamningum LÍV/FVSA hækka laun og kauptaxtar um 3% frá og með 1. maí 2018. Athugið að launahækkunin tekur til launa fyrir maímánuð og kemur því til útborgunar hjá flestum félagsmönnum þann 1. júní næstkomandi.

LÍV/FVSA og SA

  • Laun og launatengdir liðir hækka þann 1. maí 2017 um 3%                        
  • Lágmarkstekjur fyrir fullt starf, 171,15 klst. á mánuði (39,5 stundir á viku) fyrir 18 ára og eldri eftir 6 mánaða starf hjá sama fyrirtæki (þó að lágmarki 900 stundir) skal vera 300.000 kr. frá 1. maí 2018.
  • Orlofsuppbót 2018 er 48.000 kr. greiðist, þann 1. júní 2018, miðað við fullt starf.
  • Desemberuppbót 2018 er 89.000 kr. greiðist eigi síðar en 15. desember, miðað við fullt starf.

LÍV/FVSA og FA

  • Laun og launatengdir liðir hækka þann 1. maí 2018 um 3% 
  • Orlofsuppbót 2018 er 48.000 kr. greiðist, þann 1. júní 2018, miðað við fullt starf.
  • Desemberuppbót 2018 er 89.000 kr. greiðist eigi síðar en 15. desember, miðað við fullt starf.

Launahækkun 2017

Samkvæmt kjarasamningum LÍV/FVSA hækka laun og kauptaxtar um 4,5% frá og með 1. maí 2017. Athugið að launahækkunin tekur til launa fyrir maímánuð og kemur því til útborgunar hjá flestum félagsmönnum þann 1. júní næstkomandi. 

LÍV/FVSA og SA

  • Laun og launatengdir liðir hækka þann 1. maí 2017 um 4,5%
  • Lágmarkstaxtar hækka allir um 4,5% en byrjunarlaun hækka til viðbótar um kr. 1.700 á mánuði.                   
  • Lágmarkstekjur fyrir fullt starf, 171,15 klst. á mánuði (39,5 stundir á viku) fyrir 18 ára og eldri eftir 6 mánaða starf hjá sama fyrirtæki (þó að lágmarki 900 stundir) skal vera 280.000 kr. frá 1. maí 2017.
  • Orlofsuppbót 2017 er 46.500 kr. greiðist, þann 1. júní 2017, miðað við fullt starf.
  • Desemberuppbót 2017 er 86.000 kr. greiðist eigi síðar en 15. desember, miðað við fullt starf.
  • Mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækkar úr 8,5% í 10% þann 1. júlí 2017.

LÍV/FVSA og FA

  • Laun og launatengdir liðir hækka þann 1. maí 2017 um 4,5%
  • Lágmarkstaxtar hækka allir um 4,5%. 
  • Orlofsuppbót 2017 er 46.500 kr. greiðist, þann 1. júní 2017, miðað við fullt starf.
  • Desemberuppbót 2017 er 86.000 kr. greiðist eigi síðar en 15. desember, miðað við fullt starf.
  • Mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækkar úr 8,5% í 10% þann 1. júlí 2017.

SAMNINGAFORSENDUR

Samningurinn hvílir á þremur meginforsendum: 

  1. Að kaupmáttur launa aukist á samningstímanum 
  2. Að launastefna samningsins verði stefnumarkandi fyrir aðra kjarasamningagerð 
  3. Að fullar efndir verðir á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar 

Forsendunefnd verður skipuð fulltrúum beggja aðila og metur hvort forsendur hafi staðist sem hér segir: 

  • Í febrúar 2016 og febrúar 2017 – mat á því hvort launastefna og launahækkanir samningsins hafi verið stefnumarkandi fyrir aðra samningagerð á vinnumarkaði. 
  • Í febrúar 2016 – mat á því hvort stjórnvaldsákvarðanir og lagabreytingar í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar hafi náð fram að ganga. 
  • Í febrúar 2016, 2017 og 2018 – mat á því hvort markmið samningsaðila um aukinn kaupmátt hafi gengið eftir.

BÓKANIR

Samningnum fylgja bókanir m.a. um breytingar á vinnutíma, starfsmenntamál og sveigjanleg starfslok. Gert er ráð fyrir því að vinnuhópar taki til starfa fyrir lok næsta mánaðar sem vinni að undirbúningi að breytingum á vinnutímaákvæðum kjarasamninga sem bornar verði undir atkvæði félagsmanna í nóvember á næsta ári. Markmið með þessum breytingum er að stuðla að fjölskylduvænni vinnumarkaði með því að auka hlut dagvinnulauna í heildarlaunum. 

Í bókun um mat á námi til launa er kveðið á um að samningsaðilar vinni að því að meta nám / raunfærni til launa í tveimur þrepum á grundvelli hæfnigreiningar. Nefnd samningsaðila mun hefja störf í haust og verða námskeið og raunfærnimat, á grundvelli vinnu þeirrar nefndar, sett af stað haustið 2016. 

Þá er einnig í samningnum bókun um sveigjanleg starfslok þar sem segir að þau geti falist í minnkuðu starfshlutfalli sem og heimild til að vinna fram yfir lífeyrisaldur, fyrir þá sem það vilja. Mikilvægt sé að taka tillit til aðstæðna hvers og eins. Sveigjanlegur starfslokaaldur hefur verið til umfjöllunar í nefnd um endurskoðun laga um almannatryggingar. 

AÐKOMA RÍKISSTJÓRNARINNAR

Í yfirlýsingu sem ríkisstjórnin sendi frá sér í tengslum við gerð þessa kjarasamnings er kveðið á um fækkun skattþrepa í tvö, lægra þrepið verður 22,5% í ársbyrjun 2017, auk útsvars, og efra þrep miðar við kr. 700 þúsund. Þessi breyting skilar umtalsverðum ávinningi fyrir félagsmenn með millitekjur.

Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er einnig kveðið á um breytingar á félagslega húsnæðiskerfinu. Á næstu fjórum árum verða byggðar 2.300 íbúðir, eða um 600 á ári. Ríki og sveitarfélög leggja til 30% stofnfjár og segir í yfirlýsingunni að það framlag eigi að leiða til þess að leiga einstaklings með lágar tekjur nemi ekki hærra hlutfalli af tekjum en 20-25%.