Er þitt netfang rétt inni á félagavefnum?

Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni leitar stöðugt leiða til að vera í betri samskiptum við félagsfólk sitt, með hag þeirra að leiðarljósi. Ein mikilvægasta leiðin til að koma skilaboðum til félagsfólks er í gegnum tölvupóst og því hvetjum við ykkur til þess að skrá ykkur inn á félagavefinn og setja inn rétt netfang þar.

Að breyta netfangi inni á félagavefnum: 

  • Opnaðu félagavefinn hér
  • Veldu flipann > Innskráning lengst til hægri á bláu stikunni
  • Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum 
    • Ef upp kemur villumelding um að þú hafir ekki heimild til að opna félagavefinn skaltu hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 455-1050 eða senda tölvupóst á fvsa@fvsa.is
  • Þegar þú hefur skráð þig inn á félagavefinn velur þú þriðja flipa frá hægri > Stillingar
  • Þá opnast grá stika fyrir neðan og þar velur þú flipann > Notandaupplýsingar
  • Fyrir neðan birtast notandaupplýsingar þínar, ef ekkert/rangt netfang er skráð fyllir þú út rétt netfang í þar til gerðan reit og ýtir því næst á hnappinn Vista breytingar

Við stillum tölvupóstsendingum í hóf, en rétt netfang er forsenda fyrir m.a.:

  • Tilkynningum um úthlutun orlofshúsa og -styrkja
  • Samskipti varðandi lyklaafhendingu eða annað sem tengist leigu orlofshúsa
  • Tilkynningar frá félaginu t.d. vegna kjarasamninga eða kjarakannana
  • Samskipti varðandi styrkúthlutanir t.d. úr sjúkrasjóð eða starfsmenntasjóð

Þú finnur okkur líka á Facebook og Instagram @fvsa_stettarfelag