Könnun Gallup - útdráttarverðlaun!

ATHUGIÐ AÐ HÆGT ER AÐ SVARA KÖNNUNINNI TIL OG MEÐ 18. DESEMBER!

Könnun á vegum félagsins

Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni (FVSA) stendur nú fyrir könnun þar sem hugur félagsfólks gagnvart þjónustu FVSA er kannaður. Auk þess er spurt um þætti eins og fjárhagslega stöðu félagsfólks, stöðu á húsnæðismarkaði, menntunarþörf og áhrif breytinga á gjaldskrá sveitarfélaga vegna leikskólagjalda fyrir þau sem það á við.

Gallup sér um framkvæmd könnunarinnar fyrir hönd félagsins og sendir hana á greiðandi félagsfólk sem er með netfang sitt skráð á félagavefnum. 

Þitt álit skiptir máli

Það er félaginu mikilvægt að geta brugðist við ábendingum frá félagsfólki, bæta þjónustuna þar sem það á við og öðlast skilning á hag og aðstæðum félagsfólks með það að markmiði að vera góður málsvari þess út á við. Því skiptir máli að sem flest sjái af nokkrum mínútum í að svara könnuninni.

Niðurstöður verða kynntar á opnum fundi félagsfólks sem auglýstur verður síðar og á vef félagsins www.fvsa.is

Átt þú von á vinningi?

Allir sem klára könnunina fara sjálfkrafa í happdrættispott. Dregnir verða út 6 vinningar,

  • Fjögur gjafabréf hjá Glerártorgi að andvirði 20.000 kr
  • Eitt gjafabréf hjá Glerártorgi að andvirði 70.000 kr.
  • Eitt gjafabréf hjá Icelandair að andvirði 50.000 kr.

Þú finnur happdrættisnúmerið þitt í tölvupóstinum frá Gallup ásamt link inn á könnunina. Útdregin happdrættisnúmer verða birt á heimasíðu FVSA í febrúar. Gallup mun einnig hafa samband við vinningshafa.