Úthlutun orlofshúsa fyrir sumarið er lokið og hafa umsækjendur fengið svarbréf sent í tölvupósti. Vegna tækniörðugleika fengu þau sem eru með skráð gmail ekki sent svarbréf. Ef þér hefur ekki borist svar þá getur þú skráð þig inn á félagavefinn til þess að sjá niðurstöðu úthlutunar undir Orlofshús > Bókunarsaga.
Við vekjum athygli á að þeir félagsmenn sem fengu úthlutað orlofshúsi í sumar þurfa að greiða leiguna í síðasta lagi mánudaginn 7. apríl. Eftir þann dag fellur bókunin niður ef hún er ógreidd.
Hægt er að greiða fyrir úthlutuð orlofshús í gegnum félagavefinn. Félagsmaður skráir sig þá inn á félagavefinn, velur þar Orlofshús > Bókunarsaga, finnur þar úthlutunina og velur "greiða". Einnig er hægt að greiða með korti á opnunartíma skrifstofunnar eða með millifærslu (hafið samband við skrifstofu í gegnum fvsa@fvsa.is til að fá upplýsingar).
Opnað verður fyrir lausar orlofsvikur sumarið 2025 og vetrarleigu fram til 17. september þann 9. apríl kl. 12:00.
Vegna innleiðingar á nýju orlofshúsakerfi seinna á árinu verður opnað fyrir vetrarleigu, sem hefst eftir 17. september, síðar og verður það auglýst sérstaklega.
Félagsfólki er bent á að senda fyrirspurnir varðandi orlofsúthlutunina á fvsa@fvsa.is eða hringja í síma 455-1050
Efst uppi til hægri á vef félagsins er valmynd þar sem stendur "Félagavefur", þegar klikkað er á letrið birtist viðmót fyrir félagavefinn. Til að skrá sig inn þarf að velja "Innskráning" sem er lengst til hægri á bláu stikunni, þá birtist gluggi þar sem er hægt að skrá sig inn með veflykli eða rafrænum skilríkjum. Ef það kemur villumelding um að þú hafir ekki heimild til að skrá þig inn er best að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 455-1050 eða í gegnum fvsa@fvsa.is
Endilega hafðu samband við skrifstofu félagsins á opnunartíma í síma 455-1050, líttu til okkar eða sendu okkur tölvupóst á fvsa@fvsa.is ef þú hefur einhverjar spurningar.