Atkvæðagreiðsla um nýja kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda er hafin. Opið er fyrir atkvæðagreiðslu frá kl. 12:00 þann 14. desember til 21. desember kl. 12:00.
Um 98% félagsmanna FVSA fá greitt samkvæmt samningum við Samtök Atvinnulífsins, listi yfir fyrirtæki sem greiða samkvæmt samningum við Félag atvinnurekenda fylgir hér neðar.
Kosning fer fram hér að neðan. Innskráning á kjörseðil er með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Ef þú ert ekki með Íslykil eða rafræn skilríki sækir þú um á island.is.
Allar upplýsingar um samninginn við Samtök atvinnulífsins finnur þú hér. Til að greiða atkvæði klikka félagsmenn á viðeigandi hlekk hér fyrir neðan, skrá sig inn á rafrænum skilríkjum og fylgja þar leiðbeiningum.
SMELLTU HÉR TIL AÐ KJÓSA UM SAMNING VIÐ SAMTÖK ATVINNULÍFSINS
Allar upplýsingar um samninginn við Félag atvinnurekanda finnur þú hér. Til að greiða atkvæði klikka félagsmenn á viðeigandi hlekk hér fyrir neðan, skrá sig inn á rafrænum skilríkjum og fylgja þar leiðbeiningum.
SMELLTU HÉR TIL AÐ KJÓSA UM SAMNING VIÐ FÉLAG ATVINNUREKENDA
Þau fyrirtæki sem greiða samkvæmt samningum við Félag atvinnurekenda eru:
Opin kerfi hf., Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf., Ásbjörn Ólafsson ehf., Yggdrasill ehf., Halldór Jónsson ehf., Coca-Cola Eur.Partn. Ísland ehf., Ísfell ehf., Ormsson hf., Gleraugnamiðstöðin ehf., Sláturfélag Suðurlands svf., Heildverslunin Rún ehf., Ó. Jónsson & Kaaber - ÍSAM ehf., Takk hreinlæti ehf., Innes ehf., Fagkaup ehf., Akureyrarapótek ehf., Álnabær ehf., Þór hf., J&L ehf. og Nortek ehf. (athugið að listinn er ekki tæmandi).