ATH að síðasti dagur til að bóka íbúðina á Spáni var 15. október 2024.
Það gleður okkur að tilkynna að orlofsíbúðin á Spáni mun aftur verða í boði til leigu fyrir félagsfólk frá jólum 2024 fram á haustið 2025. Fyrirkomulag bókana verður með með sama hætti og síðast, opið verður fyrir bókanir dagana 16. september frá hádegi til 15. október á hádegi og gildir þá fyrstur bókar fyrstur fær.
Eftirtalin leigutímabil verða í boði, leiguverð per viku er í sviga fyrir aftan tímabil:
15. - 22. desember 2024 (€ 560 per vika)
22. des - 5. janúar jól/áramót (€ 1.000 per vika)
15. - 22. apríl 2025/páskar (€ 1.000 per vika)
22. - 30. apríl 2025 (€ 560 per vika)
1. - 31. maí 2025 (€ 650 per vika)
Júní, júlí og ágúst 2025 (€ 1.000 per vika)
1. - 23. september 2025 (€ 650 per vika)
Nánari upplýsingar um íbúðina má finna hér. Bókanir fara fram í gegnum félagavefinn þegar opnað hefur verið fyrir bókanir.