Síðasti skiladagur vegna styrkja er 27. desember

Við minnum félagsfólk á að síðasti skiladagur fyrir styrki á þessu ári er 27. desember.

Sjúkrasjóður 

Til að sækja um styrk vegna heilsueflingar s.s. fyrir líkamsrækt, sjúkraþjálfun, sálfræðiþjónustu eða heyrnatækjum getur þú annaðhvort: 

  • Komið með kvittun fyrir þjónustunni ásamt staðfestingu á greiðslu á skrifstofu félagsins eða;
  • Tekið mynd eða skannað inn kvittun fyrir þjónustunni ásamt staðfestingu á greiðslu og sent á netfang félagsins fvsa@fvsa.is

Hámarksstyrkur til félagsmanna er samtals kr. 120.000,- kr. samkvæmt þrepi 1 og 40.000,- kr. samkvæmt þrepi 2 á hverju almanaksári. Nánari upplýsingar um styrki úr sjúkrasjóð má nálgast hér

Starfsmenntasjóður 

Til að sækja um starfsmenntastyrk, s.s. fyrir háskólanámi, framhaldsskólanámi, tungumálanámi, tölvunámskeiði, ökunámi eða starfstengdri sjálfsstyrkingu geta félagsmenn fyllt út rafræna umsókn hér. Félagsmaður með laun sem eru jöfn eða hærri en byrjunarlaun afgreiðslufólks á rétt á hámarksstyrk kr. 180.000 á hverju almanaksári, ef laun eru lægri er greitt hlutfall af styrknum. Greitt er allt að 90% af reikningi. Allar nánari upplýsingar um styrki úr Starfsmenntasjóð má nálgast hér.

Orlofsssjóður

Félagsfólk sem fékk úthlutað Viku að eigin vali (orlofsstyrk) þarf að skila inn reikningum fyrir 27. desember, að öðrum kosti fellur styrkurinn niður. Á reikningnum þarf að koma fram nafn og kennitala félagsmanns eða maka vegna flug- eða gistikostnaðar.

Við hvetjum félagsfólk til þess að hafa samband við skrifstofu félagsins ef spurningar vakna, síminn er 455-1050 og netfangið fvsa@fvsa.is