Vel heppnuð leikhúsferð í Freyvang

Um liðna helgi bauð félagið félagsfólki sem náð hefur lífeyrisaldri á leiksýningu Freyvangsleikhússins Land míns föður, söngleik um stríðsárin í Reykjavík, hernámið og þær breytingar sem fylgdu komu hersins. Leikmynd og búningar færðu leikhúsgesti aftur í tímann þar sem matarskömmtun og bágar aðstæður lituðu lífið. Tækifæri og gleði fylgja komu bretana, en líka ýmsar áskoranir, ástir og ólíkleg örlög. 

Í hléi bauð leikfélagið upp á glæsilegt kaffihlaðborð sem setti punktinn yfir i-ið á vel heppnaðri leikhúsferð. Við þökkum félagsfólki fyrir samveruna.