Umsóknarfrestur
Umsókn um sjúkradagpeninga þarf að berast fyrir 27. hvers mánaðar til þess að hún sé afgreidd um mánaðarmót.
Vinsamlega fyllið út eftirfarandi upplýsingar. Ef þú hefur einhverjar spurningar er þér velkomið að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 455-1050 eða senda tölvupóst á fvsa@fvsa.is
Umsókninni þarf að fylgja læknisvottorð ásamt staðfestingu frá vinnuveitanda þar sem fram kemur hvenær síðasti vinnudagur var, hvenær samningsbundnum launagreiðslum lauk og hve margir veikindadagar voru greiddir s.l 12 mánuði.
Sjá nánar hér
Beiðni um nýtingu persónuafsláttar
Til þess að nýta persónuafslátt hjá FVSA þurfa neðangreindar upplýsingar að hafa borist í síðastalagi 23. dag þess mánaðar sem sótt er um sjúkradagpeninga fyrir.
*Ef skráning á nýttum persónuafslætti er ekki í samræmi við nýjustu upplýsingar af þjónustusvæði ríkisskattstjóra getur ofnýting átt sér stað. Ríkisskattstjóri kann í slíkum tilfellum að óska eftir því að FVSA hætti að að nýta persónuafslátt tímabundið.
ATH. Ef athugasemd fylgir yfirliti yfir nýtingu á persónuafslætti þínum eða maka kann að vera nauðsynlegt að þú hafir samband við ríkisskattstjóra til að fá ítarlegri upplýsingar um hvernig þú megir nýta hann.
**Staðfest að umsækjandi og/eða maki hafi gefið upplýsingar í samræmi við skráningu Ríkisskattstjóra á nýtingu persónuafsláttar og samkvæmt bestu vitund.
Með útfyllingu umsóknar samþykkir umsækjandi vinnslu persónuupplýsinga um sig af hálfu stéttarfélagsins, þ.e. uppflettingu í félagsskrá stéttarfélagsins, heimild til að afla upplýsinga hjá öðrum stéttarfélögum, skráningu umsóknarinnar, niðurstöðu hennar og upphæð greiðslunnar og eftir atvikum umfjöllun um umsóknina í stjórn sjúkrasjóðsins.