Gráhraun 3 stendur í nýju hverfi í Húsafellsskógi þar sem heildrænt útlit og hönnun einkennir svæðið. Um er að ræða nýbyggt vistvænt sumarhús, 88fm að stærð auk 20fm gestahúss, með frábæru útsýni.
Komið er inn í anddyri undir skyggni, þaðan er gengið inn til hægri í alrými með eldhúsi og stofu með mikilli lofthæð og stórum björtum gluggum með stórbrotnu útsýni. Svefnálma er til vinstri með þremur svefnherbergjum og rúmgóðu baðherbergi með útgengi á stóra verönd með heitum potti. Við veröndina stendur 20fm gestahús þar sem er gistipláss fyrir tvo ásamt salerni og sturtu, fullkomið fyrir ömmu og afa, vinafólk eða unglingana.
Leigjendur þurfa að koma með eigin rúmfatnað, þ.m.t. lök. Rúmstæði:
Hverfið er við Húsafellsskóg og er tengt við núverandi Húsafellsbyggð með stígum þar sem sækja má tilheyrandi þjónustu og afþreyingu. Meðal þess sem er í boði á svæðinu eru fjöldi göngu- og hjólaleiða, tjaldsvæði, hótel, náttúrulaugar (Giljaböðin og Krauma), ís- og hraunhellaferðir, golfvöllur, hestaferðir og sundlaug. Sjá nánar á vef Húsafells.
Í myndasafni hússins má sjá staðsetningu þess á korti. Ef keyrt er eftir vegi 518 til austurs er farið framhjá afleggjaranum að Hótel Húsafelli, síðan tekin fyrsta beygja til vinstri inn á malarveg. Þegar á hann er komið er farið strax til vinstri upp í hverfið. Þegar komið er upp á hálsinn eru þar T gatnamót, þar er beygt til hægri og svo tekin beygja til vinstri inn í götuna Gráhraun. Hús félagsins er númer þrjú eða annað hús á vinstri hönd.
GPS hnit fyrir húsið eru: 64.705418, -20.857298