Glæsilegt sumarhús 153 fermetrar að stærð á einni hæð. Húsið stendur á bökkum Fnjóskár og í miðjum Vaglaskógi. Í því eru fjögur svefnherbergi, góð stofa, eldhús með öllum helstu smá raftækjum, borðstofa, 2 baðherbergi og þvottahús. Gistipláss er fyrir ellefu. Sængur fylgja en án líns. Við húsið er stór afgirtur sólpallur, þar er heitur pottur og gasgrill. Umhverfis húsið er stór girtur garður og í honum eru barnaleiktæki. Öll helstu heimilistæki eru í húsinu. Veturinn 2017 var lagður ljósleiðari í húsið.
Frábært umhverfi, veðursæll og rómaður staður fyrir fjölskylduna. Hægt að tjalda á lóðinni og því er þetta staður stórfjölskyldunnar. Margar fallegar gönguleiðir eru um skóginn, hægt er að sjá kort af gönguleiðunum hér.
Stærð og fjöldi á rúmum :
Herbergi 1: Hjónarúm, 180 x 200 cm
Herbergi 2: Hjónarúm; 160 x 200 cm
Herbergi 3: Kojur, tvær (svefnpláss fyrir 4 ) 80*200 cm
Herbergi 4: Koja, einföld að ofan 90*200 og 140*200 að neðan ( svefnpláss fyrir 3)
Vetur/Koma og brottför: Leigjandi á rétt á að koma til dvalar í húsið eftir kl.16:00. Á sunnudögum skal húsið rýmt eigi síðar en kl. 19:00 og aðra daga vikunnar kl 12:00.
Sumar/Skiptidagar: Húsið leigist í eina viku í senn. Afhending hússins til komugesta er kl. 16:00 á miðvikudögum, en dvalargestir þurfa að afhenda húsið kl. 12:00 á skiptidögum.
Reyklaus bústaður (á líka við um veip)
Ekki leyfilegt að hafa gæludýr.
Rétt er að minna á að 20 ára aldurstakmark er á leigu íbúðanna, miðað er við afmælisdaginn.